Bangsadagurinn 2005

Bangsadagurinn Ţann 27. október sl. var alţjóđlegi bangsadagurinn. Í tilefni hans höfđu 1. - 4. bekkingar í báđum deildum samiđ eigin bangsasögur sem

  • Mynd 1

Bangsadagurinn 2005

Bangsadagurinn

Þann 27. október sl. var alþjóðlegi bangsadagurinn. Í tilefni hans höfðu 1. - 4. bekkingar í báðum deildum samið eigin bangsasögur sem Stefanía á bókasafninu tók svo við. Hún vélritaði sögurnar og gerði þar með nafnlausar. Hún bað svo Tótu í Skógum um að velja úr verðlaunasögu, eina úr hvorri deild. Hún fékk Óla, mann sinn, og Gunnar Pál, son sinn, í lið með sér. Þeim fannst margar sögurnar góðar og erfitt að gera upp á milli. Þau ákváðu að velja eina verðlaunasögu og gefa annarri aukaverðlaun á hvorum stað.

Verðlaunahafar voru:
Snæþór Aðalsteinsson í Lundi og Bogi Rafn Magnússon á Kópaskeri.

Aukaverðlaun fengu:
Nareerat Kanram (Sófí)í Lundi og Rögnvaldur Viðar Friðgeirsson.

Allir nemendur mættu með bangsa í skólann. Stefanía og Tóta mættu svo í skólana og lásu verðlaunasögurnar og veittu verðlaun. Var dagurinn að nokkru leiti tekinn undir þetta, svo hefðbundið skólahald raskaðist aðeins.

Bangsasögur frá Kópaskersdeildinni.

Einu sinni var bangsi sem hét Slaufi og því að hann var alltaf með slaufuna sína. Hann svaf meira að segja með slaufuna. Slaufi átti heima í kofa í skóginum með mömmu, pabba og systkinum sínum. Slaufi sá galdranorn. Galdranornin breytti slaufa í litla mús. Músin var í Kúbu. Mamma Slaufa var líka göldrótt og breyti slaufa aftur í bangsa. Þau fóru aftur heim í kofann sinn. Öll bangsafjölskyldan fékk sér kakó og kökur.
Andrea Helga Hilmisdóttir

Einu sinni var bangsi sem hét Lúlli. Hann átti heima hjá fullt af öðrum bangsabörnum í litlum bangsahelli. Lúlli fór einu sinni til Egyptalands. Þar hitti hann galdramann. Galdramaðurinn breytti honum í lítinn frosk. Lúlli bangsafroskur vildi ekki vera í Egyptalandi. Hann hitti annan galdramann sem breytti honum aftur í bangsa. Lúlli varð glaður og fór aftur heim til Íslands og sagði öllum í fjölskyldunni frá ævintýrinu. Endir.
Hafsteinn Viktor A. Khartchenko

Einu sinni var bangsi sem hét Sigga. Hún átti fullt af vinum og hún hitti ljón og það beit hana í annan fótinn og svo fór hún að gráta og svo kom mamma hennar og gaf henni kakó og huggaði hana og setti krem á sárið. Endir.
Ingunn Jóhanna Kristjánsdóttir

Einu sinni var bangsi sem hét Lundi og hann kom frá Vestmannaeyjum og fór á ættamót og það var gaman og þá fór hann til Kópaskers og fór til allra bangsanna og svo voru allir vinir og svo var partí og svo kom api og slökkti á tækinu og svo fóru allir að sofa. Endir.
Bjarni Þór Geirsson

Bangsasaga.
Einu sinni var bangsi sem var aleinn og honum leiddist. Hann fór út og spurði alla bangsanna sem voru úti hvort að þeir gætu leikið. Allir sögðu að þeir vildu ekki leika við svona leiðinlegan strák. Svo meiddist einn þeirra og þá spurði hann getið þið hjálpað mér og þá sagði bangsinn ég skal hjálpa og svo gat hann losað þetta þá ætluðu allir að leika við bangsa. Endir.
Lillý Óladóttir

Einu sinni var bangsastelpa sem hét Dísa. Hún fór að leita að einhverjum til að leika við. Svo datt hún í svínastíu. Þá komu allir og fóru að hlæja. Þá sagði einn “ er ekki ljótt að hlæja að öðrum?” Hann hjálpaði Dísu upp og allir hinir komu og sögðu fyrirgefðu. Endir.
Bogi Rafn Magnússon

Einu sinni var hundur. Hann átti engan vin. Hann var að leita að vini til að leika við svo hitti hann ísbjörn og spurði hann hvort hann gæti leikið. Já sagði ísbjörninn. Hundurinn spurði hvað hann heiti. Ég heiti Snúður en hvað heitir þú spurði Snúður. Ég heiti Lappi. Þeir voru ornir mjög góðir vinir. Svo fóru þeir að leika sér. Mamma Lappa sagði það er kominn matur. Ég verð að fara að borða sagði Lappi. Villtu þú koma líka? Já Já. Komdu þá. Svo fóru þeir að sofa. Endir.
Fanney Svava Guðmundsdóttir

Boli minn.
Ég fór einu sinni til Spánar. Ég fór þrisvar í Tívolí og einu sinni vann frændi minn bangsa handa mér. Hann heitir boli og er bolabítur. Hann er flottur. Hann er uppáhaldsbangsinn minn. Hann fékk að sitja hjá mér í flugvélinni á leiðinni heim. Hann er býsna stór en samt ekki eins og fullvaxinn bolabítur. Endir.
Rögnvaldur Viðar Friðgeirsson

Einu sinni var bangsi. Hann ætlaði að fara út að leika sér. Hann fór út á róló. Þar voru þrír litlir bangsar. Hann spurði þá hvort þeir gætu leikið. Þeir léku sér saman úti á róló. Síðan fóru þeir í feluleik og bangsinn var hann. Hann fann einn af böngsunum. Bangsinn var á bak við hól. Bangsinn fór svo heim og hélt partý. Þeir hlustuðu á ABBA og fengu kók og nammi. Þá kom bangsamamma og slökkti á tækinu, gekk frá gosinu og namminu. Svo þreif hún og sagði litlu böngsunum að fara að sofa. Endir
Unnar Jónsson

Bangsasögur frá Lundardeildinni.

Bangsaprinsessu stelpan.
Einu sinni var bangsaprinsessu stelpa. Hún hét María Dís. Pabbi hennar leyfði henni að fara út í skóg og þá kom ljón og beit hana. Og það blæddi úr henni. Bangsapabbi Pétur kom og bjargaði bangsaprinsessu stelpunni sinni.
Endir.
Arnþrúður Anna Þorbergsdóttir

Björninn datt.
Einu sinni fyrir langa langa löngu var einn björn að leita sér að mat og hann fann lítinn hjartarunga sem var villtur sem fann hvergi mömmu sína eða pabba sinn. Og hann kom og tók sprett björninn. Svo stökk hann beint á hjartarungann og hann rann niður á klettabrún með hjartarungann. Og einmitt þegar að hann ætlaði að fá sér einn fyrsta bitann þá kom annar björn út úr skóginum og þá fóru birnirnir tveir að slást. Þeir börðust lengi lengi um það hver ætti að fá hjartarungann, þá datt annar björninn niður á klettasyllu, þá fór hinn og kláraði hjörtinn.
Endir.
Hlynur Aðalsteinsson

Bangsarnir þrír.
Einu sinni voru þrír litlir bangsar með ljóni. Þeir hétu Lalli, Nonni og Palli og ljónið hét Tíkí. Og þeir voru í stríði við hermenn af því að þeir voru að reyna að ná kastalanum sínum af böngsunum og ljóninu. Hermennirnir voru í rauðum búningum og svo voru aðrir hermenn í bláum búningi. Hermennirnir unnu sem voru í bláu búningum, rauðu hermennirnir töpuðu. Það endaði þannig að bangsarnir þorðu ekki að fara í kastalann og nenntu því ekki heldur.
Endir.
Úlfur Saraphat Þórarinsson

Dýrin bjarga öllu. Einu sinni var lítill og loðinn bangsi sem var í hellinum sínum og var sofandi í rúmi og þá kom fíll og sparkaði steini fyrir hellismunnann og foreldrar hans voru ekki heima og þá var hann í vanda staddur en þá komu foreldrar og náðu að opna dyrnar á augabragði. Svo urðu allir vinir. Endir.
Brynjar Freyr Hafsteinsson

Bangsafjölskyldan. Einu sinni voru fjórir bangsar, þeir hétu pabbi bangsi, mamma bangsi og húnarnir þeirra, en þeir hétu Kristófer og Arnþrúður. Þau bjuggu í helli í dimmum töfraskógi. Í töfraskóginum voru önnur dýr, allskonar fuglar, fýlar og apar og mörg dýr og birnir voru að leita að mat og birnir litlu voru að keika. Endir.
Rögnvaldur Stefánsson

Einn góðan veðurdag var Róbert bangsi að fara út í skóg að hitta vin sinn hann var rétt búin að flytja þannig að hann vissi ekki alveg hvar hann átti heima. Hann vissi ekkert í hvaða átt hann átti að fara hann var orðin rammvilltur. Það var komið kvöld og þegar hann vaknaði var hann kominn í risa stóra höll. Kínverski kóngurinn hann KíKí, hann spurði hvort hann vildi ekki vera með á dansleiknum í kvöld. Júhú það vil ég sko. Hann fór inní búningsherbergið. Það voru yfir þúsund búningar. Hann valdi fallegustu kápuna sem til var og það voru svo margir sem voru hrifnir af honum í þessu að hann fékk að giftast prinsessunni Rúllugardína. Endir.
Þórdís Alda Ólafsdóttir

Furðubangsinn.
Eina nóttina kom bangsi litli til mín. Það var dimmt og ég vaknaði og ég heyrði óhljóð. Bank darrr... og skyndilega var hljótt. Ég ætlaði að fara að athuga hvað þetta væri og svo fór ég út í eldhús. Það var ekkert þar nema hundurinn minn var bara þar og ég skammaði hann. Og þegar ég kom aftur inn voru allir bangsarnir mínir að tala saman og ég öskraði AAAA og ég öskraði svo hátt að ég vakti mömmu og pabba og þau komu inn og þau sögðu “Hvað er að”. Tuskudýrin þau eru lifandi! Ha nei sjáðu bara þau eru ekki lifandi, farðu bara aftur að sofa, eigum við. Hún heyrði eitthvað – þetta voru bangsarnir ég hrökk upp og sagði hverjir eru þið. Blikblik bangsarnir sögðu “veistu það ekki”. Nei, á afsakið sagði bangsinn ég heiti Kúri – Ha heitirðu Kúri og ég heiti... ég veit hvað þú heitir, þú heitir Lilli – Ha hvernig veistu það – ég keypti þig. Ó ég vissi það ekki, nú það er skrítið – fyrirgefðu en við erum galdrabangsar – Ha, ég heyrði ekki. VIÐ ERUM GALDRABANGSAR – búkblik – ókey, já ég skil en komið með mér í skólann á morgun. Mamma getur fundið ykkur – Ókei við komum með þér. En þið verðið að vera í töskunni – Ókei ég er alveg uppgefin – jæja nú skulum við fara að sofa góða nótt. SSSSjú. Jæja nú skulum við fara í skólann, vakna svo var skólinn búin og þá var ég alveg uppgefin. Nú voru liðin nokkur ár og hún var orðin 14 ára og þegar hún var búin í skólanum þá sögðu þeir við verðum að fara núna, allt í lagi bíðið það var gaman að kynnast ykkur. Vertu sæl, bæ og þá voru þeir falli eins og alltaf. Bæ bæ. Endir.
Helga Jóhannsdóttir

Einu sinni var bangsi sem hét Björn. Hann átti vin sem hét Róbert og þeir lenda í ýmsum ævintýrum. Þeir búa hlið við hlið í regnskóginum. Einn góðan veðurdag fóru þeir félagar í göngutúr. Þegar þeir voru að labba sáu þeir ekki holuna fyrir framan sig. Þeir duttu báðir í holuna og duttu ofaní gjótu. Það var dimmt ofaní en Róbert var með vasaljós og kveikti á því. Þeir reyndu að komast upp en gátu það ekki því að þetta var svo þröngt. Róbert reyndi að finna útgönguleið. Þegar þeir voru búnir að labba smá spöl duttu þeir aftur lengra ofaní jörðina og þeir voru svo óheppnir að þeir höfðu ekki neitt með sér nema vasaljós en ekki reipi til þess að komast upp. Þeir duttu lengra, lengra og lengra þangað til þeir voru komnir til Kína. Þar voru þeir ringlaðir og skildu ekki neitt í Kína. Svo duttu þeir aftur og þeir þutu í regnskóginn og þeir hoppuðu og skoppuðu og sögðu við erum komin heim við erum komin heim og voru ánægðir á ný.
Endir.
Nareerat Kanram (Sófí)

Einu sinni voru tveir bangsar. Einn hét Balli og hinn Kalli. Balli bjó í borginni en Kalli á sveitarbæ. Sveitarbærinn var fyrir neðan fjall sem stóð stutt frá borginni. Einn góðan veðurdag ákváðu þeir að fara í göngu. Þeir ætluðu að labba upp á tind fjallsins og niður hinu megin. Þar ætluðu þeir að gista og næsta dag ætluðu þeir að labba til baka.
Svo lögðu þeir af stað í hina miklu ferð. Þegar þeir voru búnir að labba upp í miðja fjallshlíðina var Balli orðinn þreyttur og sagði, eigum við ekki að stoppa hér, ég er svo þreyttur. Þar stoppuðu þeir og fengu sér svolítið af nestinu. Svo héldu þeir af stað. Þeir voru báðir þreyttir þegar þeir komu upp á topp. Hvíldu sig og borðuðu svolítið nesti og héldu svo áfram. Þeim fannst mikið léttara að labba niður og miklu fljótlegra.
Meðan Balli tjaldaði leitaði Kalli að eldivið fyrir varðeld. Þegar allt var búið hjá Balla fór hann að hugsa um það hvar Kalli gæti verið. Honum fannst hann svo lengi. Hann kallaði Kalli! Kalli! En fékk ekkert svar, þá varð hann áhyggjufullur hvað hefur komið fyrir. Balli tók smá nesti ásamt kíki,vasaljósi og teppi, og lagði af stað að leita að Kalla.
Hann leitaði og kallaði langt fram á kvöld. Það var mikið af skógi þarna. Balli þurfti að hætta að leita svo hann villtist ekki líka í skóginum. Hann fór að tjöldunum, borðaði smá og fór að sofa. Næsta morgun vaknaði hann við eitthvað þrusk fyrir utan, hann leit út, fyrir utan stór þvottabjörn og var að róta í matnum. Balli fór út og rak hann burt. Balli fékk sér morgunmat og hélt svo leitinni áfram.
Er hann hafði gengið langt inn í skóginn, lengra en í gærkvöldi sá hann kofa inn í skóginum, hann hefði ekki þorað nær ef Kalli hefði ekki staðið í dyrunum. Balli hljóp til Kalla. Kalli sagði Balla frá öllu sem gerðist, að hann hafi villst og séð bæinn og fékk að gista þar um nóttina. Hjónin sem bjuggu þarna höfðu gefið honum að borða. Svo kvöddu þeir hjónin og héldu svo heim á leið.
Endir.
Snæþór Aðalsteinsson


Svćđi

Tilkynningar

No item found

Öxarfjarđarskóli | Lundi | Öxarfirđi | sími: 465 2244 | fax: 465 2249 | lundur[hjá]kopasker.is