Bangsadagurinn 2006

Alţjóđlegi bangsadagurinn Alţjóđlegi bangsadagurinn var 27. október. Af ţví tilefni skrifuđu yngstu nemendur skólans bangsasögur og/eđa teiknuđu

  • Mynd 1

Bangsadagurinn 2006

Alþjóðlegi bangsadagurinn

Alþjóðlegi bangsadagurinn var 27. október. Af því tilefni skrifuðu yngstu nemendur skólans bangsasögur og/eða teiknuðu bangsamyndir. Stefanía á bókasafninu heimsótti síðan deildirnar í Lundi og á Kópaskeri í gær og veitti viðurkenningar fyrir þáttökuna. Allir nemendur fengu viðurkenningarskjal og einnig gaf Stefanía hvorri deild bókina Ljóð unga fólksins 2006 sem er safn ljóða nemenda á grunnskólaaldri. Einn heppinn nemandi úr hvorri deild var dreginn úr potti og fékk sá bókasafnsbangsa þessa árs. Hinir heppnu voru Ingunn og Úlfur.

Bangsasögur Kópaskersdeildar
Bangsarnir tveir í hættunni
Einu sinni voru bangsar sem að hétu Ingunn og Lillý. Þær voru að fara til ömmu Ingunnar. En á leiðinni þá komu þrír strákar sem hétu Óskar, Hafsteinn og Logi. Þeir ætluðu að fara að ráðast á bangsana. Síðan kom bangsi sem hét Bjarni og leysti málið. Hann sagði að það ætti ekki að berja og lemja aðra. Hann sagði við Hafstein, Loga og Óskar að segja fyrirgefðu og þeir gerðu það. Þá urðu allir vinir.
Lillý og Ingunn
 
Tvíburarnir
Einu sinni voru tveir bangsar. Þeir voru tvíburar. Strákurinn hét Sveppi og stelpan hét Dísa. Þau voru 11 ára. Þau voru úti að leika sér en þá kom Óli. Hann var 14 ára og fór að stríða Sveppa og Dísu. Óli henti snjóbolta í andlitið á þeim og í magann. Þá fóru þau að gráta. Þá kom Gunna bangsi og leysti málið og sagði þeim að vera vinir. Þau fóru öll í að byggja snjóhús og snjóvirki.
Bogi Rafn og Bjarni Þór
 
Ninjabangsinn
Ninjubangsinn fór í gönguferð og sá blóm og tíndi þau. Hann sá vonda kalla og missti blómin. Hann tók sverðið sitt og barðist við vondu kallana. Vondu kallarnir dóu. Þá náði hann í blómin sín og fór heim og var glaður til æviloka.
Logi
 
Óskar bangsi stríðsmaður
Einu sinni svaf Óskar bangsi uppi í tré. Mjói var í vandræðum hjá vondu köllunum Tralla, Kalla og Nolla. Óskar bangsi kom og bjargaði honum með sverðinu sínu. Mjói og Óskar fóru saman inn í skóginn og hittu sveppakarlana en aftur bjargaði Óskar þeim.
Óskar
 
Blái hákarlabangsinn
Ég á bláan hákarlabangsa sem er uppáhaldsbangsinn minn. Hann er mjúkur og gott að sofa með hann. Sagan mín er um þennan bangsa.
Einu sinni fór blái hákarlabangsinn einn út. Hann hitti vin sinn og þeir fóru í gönguferð og hittu kött. Þetta var góður köttur og vinur þeirra. Kötturinn bar hákarlabangsa og vin hans niður í fjöru og þar léku þeir sér saman.
Hafsteinn Viktor
Bangsasögur Lundardeildar
Kalli bangsi
Einu sinni þegar við Kalli bangsi vöknuðum einn morguninn, þá var kominn snjór. Við fórum að klæða okkur og ætluðum að drífa okkur út að renna okkur á stýrissleðanum mínum rauða. Við lékum okkur allan daginn.
Dagur Yngvi
 
Baldur bangsi
Einu sinnu var lítill bangsi sem átti heima í helli. Hann hét Baldur bangsi. Baldur var brúnn og með svört augu. Baldur átti vini sem heita Lilli og Lalli. Þeir voru tvíburar. Lilli og Lalli léku sér oft saman og komu í hellirinn til að leika við Baldur bangsa. Einn morgun vaknaði Baldur bangsi og hann var svangur. Hann fór út að veiða mat. Hann veiddi kanínu.
Hlynur
 
Baldur og Binni
Einu sinni var björn sem átti 2 unga sem hétu Baldur og Binni og mamma þeirra varð að fá mat. Hún veiddi fiska. Baldur og Binni fengu mjólk hjá mömmu. Þeir hittu pabba sinn. Hann var stór og sterkur. Mamman og pabbinn fóru að slást. Pabbinn klóraði mömmuna en mamman rak pabban burt. Baldur og Binni voru fegnir. Þeir fóru að leika sér. Þeim leið vel. Svo fengu þeir mjólk hjá mömmu og þeir sáu pabbann aldrei aftur. Þeir urðu stórir og sterkir eins og pabbi þeirra. Þegar þeir voru orðnir fullorðnir ætlaði veiðimaður að skjóta Binna en Baldur stökk fyrir þannig að veiðimaðurinn skaut Baldur. Þá varð Binni leiður og hljóp í burtu og sást aldrei aftur.
Rögnvaldur
 
Bangsi í skóginum
Einu sinni var bangsi úti að labba. Hann var orðinn þreyttur út af því að hann var búinn að labba, mjög þreyttur. Þá kom maður að skoða björninn, en þá sofnaði björninn.
Úlfur
 
Siggi bangsi besti vinur minn
Einu sinni var bangsi sem hét Siggi. Siggi fór út með mér. Við fórum að renna okkur á sleða. Það var gaman. Þegar okkur var báðum orðið kalt þá fórum við inn. Mamma var búin að hita kakó handa okkur og baka köku. Mikið vorum við glaðir og okkur hlýnaði strax.
Emil
 
 

Svćđi

Tilkynningar

No item found

Öxarfjarđarskóli | Lundi | Öxarfirđi | sími: 465 2244 | fax: 465 2249 | lundur[hjá]kopasker.is