Alltaf springa bólur

Alltaf springa bólur Einu sinni var tröll sem hét Júlíus Ás Ásgrímsson. Ás var ćttarnafniđ. Mamma hans hét Ásgríma Rúdólfsdóttir. Pabbi hans hét Ásgrímur

  • Mynd 1

Alltaf springa bólur

Alltaf springa bólur
Einu sinni var tröll sem hét Júlíus Ás Ásgrímsson. Ás var ættarnafnið. Mamma hans hét Ásgríma Rúdólfsdóttir. Pabbi hans hét Ásgrímur Ás Bertelsson og bróðir hans hét Þórarinn Engill Ás Ásgrímsson og systir hans hét Ástríður Þóra Ás Ásgrímsdóttir.
Einu sinni fór Júlíus bólufés útí reiðtúr á hestinum sínum Leirklumpi, til vina sinna Axels og Lexíu. Þau fóru öll í reiðtúr. Hestur Alexar hét Sævar og Lexíu hestur hét Pyttur. Reiðtúrinn endaði á Snæfellsnesi og þar hittu þau mann sem hét Zofanius en var kallaður Sófi. Þau fóru í eltingaleik en aumingja Júlíus hljóp á staur og þá sprakk ein bólan. SPLAFF – gröfturinn spýttist út og hann fór að gráta en þá var sólin að koma og allir krakkarnir hlupu inn í einn bíl, Alex fór í hanskahólfið, Júlíus breytti sér í demparana í bílstjórasætinu og Lexía fór aftur í skott.
Bíllinn keyrði í einni bunu til Blönduóss. Þá fóru Ásgrímur og Þórarinn Engill, Ástríður Þóra og Ásgríma Rúdólfsdóttir að leita að krökkunum því heill sólarhringur var liðin frá því að þau hurfu.
Víkjum aftur til Blönduóss til krakkanna sem hlupu og hlupu en í vitlausa átt og beint til Reykjavíkur, af því að Júlíus vissi af tyggjóbrúnni þar. En svo sáu þau að þetta var mannatyggjó en ekki tröllatyggjó og þau fóru að gráta og í reiði sinni hlupu þau til Víkur í Mýrdal en þá duttu þau og meiddu sig svo þau grættust og í þetta sinn hlupu þau til Egilsstaða. Júlíus klessti aftur á sama staur og ein bóla sprakk og SPLAFF – gröfturinn spýttist út um alla ýldugötu og hann varð svo reiður að hann hljóp heim í mömmufang. Þá kom sólin og þau urðu öll að steini og eins og við segjum: Allt er gott sem endar vel.
 
Magnús
Daníel
Dúa

Svćđi

Tilkynningar

No item found

Öxarfjarđarskóli | Lundi | Öxarfirđi | sími: 465 2244 | fax: 465 2249 | lundur[hjá]kopasker.is