
Endur fyrir löngu bjuggu tröllakall og tröllakona á Kárahnjúkum. Þau voru búin að búa
þar í hundrað ár. Skyndilega skall á stríð á móti álfum og tröllin þurftu að flýja. Þau fóru til
Vestmannaeyja en var veitt eftirför af tveimur álfum. Allt í einu réðust þeir á tröllin sem náðu að losna og
hlaupa í
burtu.

Tröllin áttu heima í fjalli í Vestmannaeyjum. Þau voru búin að koma sér vel fyrir. En skyndilega
hristist fjallið og það kom í ljós að eldgos væri að byrja í fjallinu.
Þau náðu rétt svo að flýja úr fjallinu. En síðan fluttu þau í
Hljóðakletta. Þá var stríðið hætt og tröllin héldu partý til að fagna því að stríðið var
búið. Tröllakallinn og tröllakonan fóru í partýið og djömmuðu. En þau voru orðin þreytt og ákváðu að fara
heim. Þau voru að koma að hellinum sínum en þá kom sólin upp og þau urðu að steini.
Arnar Þór
Fanney
Helga
Rakel