Kínaferđin

Kínaferđin Einu sinni voru tröllastelpa og álfastrákur sem voru vinir. Álfurinn mátti ekki vera úti á nćturnar, ţannig ađ ţađ var mjög erfitt fyrir ţau ađ

  • Mynd 1

Kínaferðin

Kínaferðin
Einu sinni voru tröllastelpa og álfastrákur sem voru vinir. Álfurinn mátti ekki vera úti á næturnar, þannig að það var mjög erfitt fyrir þau að hittast. Svo kom í ljós að tröllið þurfti að flytja langt, langt í burtu til Kína. Tröllastelpuna og álfastrákinn langaði að vera vinir lengur. Álfurinn var hjátrúarfullur og hélt að það væru mannætutröll í Kína. Hann fór að grenja og hélt að hann sæi tröllastelpuna aldrei aftur.
Eina nóttina mátti álfurinn vera úti. Hann fór til tröllastelpunnar en þá var hún þegar farin til Kína og álfurinn fór að hágrenja. Hann labbaði mjög hægt heim. Það var kominn dagur þegar hann kom heim. Mamma álfsins skammaði hann fyrir að koma svona seint. Álfastrákurinn sagði þá mömmu sinni að tröllastelpan væri farin. Þá fóru bæði hann og mamma hans að grenja.
Daginn eftir fór álfurinn að galdra bát. Báturinn var úr skíra gulli og ákvað strákurinn að nota hann til að flýja að heiman og finna tröllastelpuna. Á miðri leið byrjaði báturinn að leka. Strákurinn varð mjög hræddur en ákvað samt að halda áfram. Þegar hann kom til Kína, þá var báturinn alveg að sökkva. Álfurinn stóð í mastrinu og stökk upp á bryggjuna. Síðan hélt hann af stað í leitina að tröllastelpunni.
Hann fann fjallið sem hún bjó í. Þegar hann labbaði inn fann hann að það var ekki allt í lagi. Hann fann miða sem á stóð: „Hjálp álfur litli, mannætutröllið ætlar að drepa mig. Hjálp, hjálp, ég er að deyja – mannætutröllið ætlar að éta mig!!!“ Álfurinn hljóp inn í hellinn og skaut ör og spjóti í mannætutröllið. Hann náði þannig að bjarga tröllastelpunni. Þau fluttu aftur heim til Íslands og lifðu hamingjusöm til æviloka.
 
Máni
Sylvía
Dísa
Unnar

Svćđi

Tilkynningar

No item found

Öxarfjarđarskóli | Lundi | Öxarfirđi | sími: 465 2244 | fax: 465 2249 | lundur[hjá]kopasker.is