Tröll skógarins

Tröll skógarins Ţađ voru einu sinni tvíburatröll, strákur og stelpa. Strákurinn hét Hlunkur og stelpan hét Lana. Ţau áttu lítinn bróđur sem hét Dynkur.

  • Mynd 1

Tröll skógarins

Tröll skógarins
Það voru einu sinni tvíburatröll, strákur og stelpa. Strákurinn hét Hlunkur og stelpan hét Lana. Þau áttu lítinn bróður sem hét Dynkur. Foreldrar þeirra hétu Hólfríður og Gígur. Þau áttu heima í Tröllalandi, í skógi sem hét Hólaskógur. Þau áttu heima í helli lengst inni í skóginum.
Einn góðan veðurdag fór öll fjölskyldan út í skóg að tína ber. Hlunkur og Dynkur tíndu mest ofan í maga. Skyndilega þegar allir krakkarnir voru saman þá sást til þoku sem kom á óvenjulegum hraða yfir landið. Börnin týndust í skóginum og Dynkur litli fór að gráta og vildi fá mömmu. Lana huggaði hann eins mikið og hún gat. Þau ráfuðu um skóginn og heyrðu brimhljóð, og vissu þá að þau voru komin niður í fjöru.
Skyndilega heyrðu þau fótatak og þokunni létti. Þau sáu að þau voru í miðjum tjaldbúðum dýra sem gengu um á tveimur fótum. Þetta var skrýtið því þau höfðu aldrei séð svona dýr áður. Svo voru þessi dýr með einhverja skrýtna hluti og gengu í skinni af öðrum dýrum. Allt í einu gekk lítil vera á þau og spurði frá hvaða landi þau væru. Þau svöruðu að þau væru frá Tröllalandi. Litla veran fór að hlæja og spurði hvaða land það nú væri. Lana svaraði: „landið sem þú stendur á!“ Þá glotti litla veran og sagðist vera mannsbarn og sagði: „eruð þið þá ekki tröll?“ Þau svöruðu játandi en strákurinn var ekki hræddur við þau. Hann hélt að annað hvort væru þau mjög góðir lygarar eða að segja satt, þau virtust mjög heimskuleg. Svo að hann trúði því að þau væru tröll.
Strákurinn spurði tröllin hvort þau gætu leikið við sig. Þau svöruðu játandi og fóru svo að leika sér. Þau léku sér fram eftir kvöldi, þangað til fór að myrkva. Þá lögðu tröllabörnin af stað heim. Þau komust alla leið heim til Hólfríðar og Gígs. Þau spurðu hvar þau hefðu verið. Hlunkur sagði þeim að þau hefðu hitt strák sem sagðist vera mannvera.
Gígur og Hólfríður ákváði að koma á fundi með þessum mannverum og konunginum á Tröllaeyju. Nátttröllin voru líka boðuð á fundinn. Þau vildu endilega reka mannverurnar burt af eyjunni. En Gígur mótmælti! „Svo lengi sem mennirnir gera okkur ekki mein, þá gerum við þeim ekkert.“ En nátttröllin sögðu við Gíg að hann væri alltaf með kjaft en Gígur sagði að honum væri alveg sama. Konungurinn sagði að nátttröllin gerðu mönnunum ekki mein nema þeir gerðu tröllunum eitthvað. Þar með lauk fundinum.
Nátttröllin ætluðu sér að gera árás á mennina, sama hvað konungurinn segði. Sem betur fer heyrðu tröllabörnin það og létu pabba sinn vita. Gígur varð alveg brjálaður en börnin sögðu að þau gætu varað mennina við svo þeir yrðu viðbúnir. Mennirnir ráku nátttröllin í burtu og þau sáust ekki framar í skóginum.
 
 Margrét Sylvía
Bryndís Edda
Sófí
Rögnvaldur Viðar

Svćđi

Tilkynningar

No item found

Öxarfjarđarskóli | Lundi | Öxarfirđi | sími: 465 2244 | fax: 465 2249 | lundur[hjá]kopasker.is