Tröllkonan sem vildi giftast

Tröllkonan sem vildi giftast Einu sinni var tröllkona sem hét Rudda. Hún átti heima í fjalli sem hét Eylífur og vildi fara ađ gifta sig. Hún gerđi tilraun

  • Mynd 1

Tröllkonan sem vildi giftast

Tröllkonan sem vildi giftast
Einu sinni var tröllkona sem hét Rudda. Hún átti heima í fjalli sem hét Eylífur og vildi fara að gifta sig. Hún gerði tilraun og spurði yngri bróðir sinn. „Þór, ég er búin að hugsa og ég vil fara að giftast og eignast börn. Viltu giftast mér?“ Bróðirinn segir strax: „NEI – ég er bróðir þinn og hver heldur þú að vilji svo sem giftast þér? Ooojjjjj. Steldu frekar bónda og neyddu hann til að giftast þér.“
Kvöld eitt fór Rudda til bónda sem hét Björn og bankaði. Björn kom til dyra og sagði: „Það er tröllkona hjá mér!“ Rudda tók bóndann á öxl sér og fór með hann heim og lokaði inni í klefa. Rudda reyndi að fá hann til að kyssa sig en þá sagði bóndinn: „Ég mun ekki kyssa þig.“ Þá sagði Rudda; „Þú skalt þá dúsa hér þangað til þú ákveður að giftast mér. Ha ha ha ha.“
Rudda bað bróður sinn að gefa bóndanum að borða. Þegar hann fór til bóndans sagði hann; „ég skal frelsa þig í fyrramálið þegar Rudda er sofnuð. Morguninn eftir þá var Rudda að fara að sofa en Þór bróðir hennar fór til að gefa bóndanum að borða. Hann frelsaði bóndann en Rudda heyrði einhvern hávaða og vaknaði. Hún stökk út úr rúminu og hljóp á eftir bóndanum. Þau hlupu allan daginn og nóttina, þangað til sólin fór að koma upp. Bóndinn sá sólina og hljóp út. Rudda ætlaði að fara að stökkva á hann en þá kom sól á hana og hún varð að steini. Þór bjó áfram í fjallinu og var hamingjusamur til æviloka því að hann eignaðist konu og börn og varð svo afi. Bóndinn heimsótti oft Þór og varð líka afi og lifði hamingjusamur til æviloka.
Jónína
Anna Karen
Snæþór
Bogi Rafn

Svćđi

Tilkynningar

No item found

Öxarfjarđarskóli | Lundi | Öxarfirđi | sími: 465 2244 | fax: 465 2249 | lundur[hjá]kopasker.is