Stóra upplestrarkeppnin fimmtudaginn 23. mars

Stóra upplestrarkeppnin fimmtudaginn 23. mars Í gćr fimmtudaginn 23. mars var haldin upplestrarhátíđ á Raufarhöfn og ánćgjulegt ađ taka upp ţráđinn ţar ađ

  • Mynd 1

Stóra upplestrarkeppnin fimmtudaginn 23. mars

Í gćr fimmtudaginn 23. mars var haldin upplestrarhátíđ á Raufarhöfn og ánćgjulegt ađ taka upp ţráđinn ţar ađ nýju. Síđustu tvö ár hefur keppnin fariđ fram á Húsavík.

Ingibjörg Einarsdóttir, einn af frumkvöđlum Stóru upplestrarkeppninnar og fulltrúi radda var ađ koma í 15. sinn til Raufarhafnar til ađ m.a. ađ hvetja til lesturs. Hún hafđi orđ á ţví ađ ánćgjulegt vćri ađ sjá Upplestarhátíđ á ný á Raufarhöfn fyrir svćđiđ austan Húsavíkur. Ţađ eru sjöundu bekkingar sem taka ţátt í ţessari keppni.

Hátíđin var haldin í Hnitbjörgum á Raufarhöfn og var vel sótt og í hléi voru glćsilegar veitingar á vegum Kvenfélagsins á stađnum.

Ţátttakendur voru níu talsins komu frá Öxarfjarđarskóla, Grunnskólanum á Raufarhöfn, Grunnskólanum á Ţórshöfn og Grunnskólanum á Bakkafirđi. Ţetta var glćsilegur hópur sem stóđ sig vel. Ţađ er sigur út af fyrir sig ađ standa á sviđi og flytja texta fyrir fullan sal af fólki.

Allir sjöundu bekkingar Öxarfjarđar tóku ţátt; Ásdís Einarsdóttir, Dagbjört Nótt Jónsdóttir, Davíđ Bjarmi Víkingsson og Ţorsteinn Gísli Jónsson. Í undirbúningi hátíđar tóku allir nemendur miđdeildar ţátt.

Frćđslufulltrúi Norđurţings, Jón Höskuldsson, setti hátíđina áđur en ungmennin hófu lestur. Ţađ var ánćgjulegt ađ hlusta á nemendur flytja mismunandi texta og ljóđ og allir nemendur fengu rós og viđurkenningu fyrir ţátttöku.

Ţađ hefur eflaust veriđ vandasamt fyrir dómnefnd ađ velja í efstu sćtin. Í fyrsta sćti var Nikola María Halldórsdóttir, Grunnskólanum á Raufarhöfn, í öđru sćti var Dagbjört Nótt Jónsdóttir, Öxarfjarđarskóla og í ţriđja sćti var svo Ţórey Lára Halldórsdóttir, Grunnskóla Bakkafjarđar. Ásdísi Einarsdóttur voru veitt sérstök verđlaun fyrir túlkun á ljóđinu Hvítabjörninn, sem er langt og krefjandi ljóđ eftir Davíđ Stefánsson.

Hér eru nokkrar myndir frá keppninni.Svćđi

Tilkynningar

No item found

Öxarfjarđarskóli | Lundi | Öxarfirđi | sími: 465 2244 | fax: 465 2249 | lundur[hjá]kopasker.is