Stóra upplestrarkeppnin í dag, fimmtudaginn 8. mars

Stóra upplestrarkeppnin í dag, fimmtudaginn 8. mars Í dag fimmtudaginn 8. mars var haldin upplestrarhátíđ á Raufarhöfn og hlaut Öxarfjarđarskóli

  • Mynd 1

Stóra upplestrarkeppnin í dag, fimmtudaginn 8. mars

Í dag fimmtudaginn 8. mars var haldin upplestrarhátíđ á Raufarhöfn og hlaut Öxarfjarđarskóli fyrsta sćtiđ.

 Ingibjörg Einarsdóttir, einn af frumkvöđlum Stóru upplestrarkeppninnar og fulltrúi radda, var ađ koma í 18. sinn til Raufarhafnar til ţess m.a. ađ hvetja til lesturs. Ţađ eru sjöundu bekkingar sem taka ţátt í ţessari keppni.

 Hátíđin var haldin í Hnitbjörgum á Raufarhöfn og var vel sótt. Í hléi voru glćsilegar veitingar á vegum Kvenfélagsins á stađnum.

 Ţátttakendur voru fjórir talsins og komu frá Öxarfjarđarskóla, Grunnskólanum á Raufarhöfn og Grunnskólanum á Ţórshöfn. Ţetta var glćsilegur hópur sem stóđ sig vel. Ţađ er sigur út af fyrir sig ađ standa á sviđi og flytja texta fyrir fullan sal af fólki. Í fyrstu umferđ voru fluttar svipmyndir úr sögunni Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn. Í annarri umferđ lásu ţátttakendur eitt ljóđ eftir Ólaf Jóhann Sigurđsson. Í ţriđju umferđ lásu ţátttakendur svo ljóđ algerlega ađ eigin vali.

 Allir sjöundu bekkingar Öxarfjarđarskóla tóku ţátt; Baldvin Einarsson og Erla Bernharđsdóttir tóku ţátt í keppninni og stóđu sig firna vel. Nikolina Gryczewska flutti ljóđ á pólsku eftir Nóbelsverđlaunahafann Wisława Szymborska, en áriđ 1996 fékk hún Nóbelsverđlaun m.a. fyrir ţetta ljóđ. Wisława Szymborska var mikill friđarsinni. Hópurinn stóđ sig vel og ég er stolt af honum.

 Ljóđiđ gerist í skrifuđum skógi ţar sem skrifađ dádýr fer um og drekkur úr skrifađri lind. Veiđimenn hafa umkringt dýriđ og beina byssum sínum ađ ţví, en ţeir hafa gleymt ţví ađ skáldiđ og penninn ráđa og geta stöđvađ byssukúlurnar á miđri leiđ.

 Í undirbúningi hátíđar tóku allir nemendur miđstigs Öxarfjarđarskóla, ţátt.

 Frćđslufulltrúi Norđurţings, Jón Höskuldsson sem stýrđi hátíđinni, kom ásamt sveitarstjóra, Kristjáni Ţór Magnússyni sem setti hátíđina áđur en ungmennin kynntu sig og hófu lestur. Í upphafi hátíđar var tónlistaratriđi sem Lorena Hagio, grunnskólanum á Raufarhöfn, flutti međ ađstođ tónlistarkennarans, Reynis Gunnarssonar. Ţađ var ánćgjulegt ađ hlusta á nemendur flytja mismunandi texta og ljóđ og allir nemendur fengu rós og viđurkenningu fyrir ţátttöku.

 ţađ hefur eflaust veriđ vandasamt fyrir dómnefnd ađ velja í fyrsta sćtiđ. Ađ ţessu sinni voru eingöngu veitt ein verđlaun í ljósi fćđar nemenda sem tóku ţátt, en ţeir voru fjórir; Baldvin Einarsson og Erla Bernharđsdóttir, Öxarfjarđarskóla, Auđun Elí Steinţórsson, Grunnskólanum Raufarhöfn og Helga Björg Reimarsdóttir, Grunnskólanum Ţórshöfn. Fyrsta sćtiđ hlaut Erla Bernharđsdóttir, Öxarfjarđarskóla.

 Kćr kveđja, Guđrún S. K.Svćđi

Tilkynningar

No item found

Öxarfjarđarskóli | Lundi | Öxarfirđi | sími: 465 2244 | fax: 465 2249 | lundur[hjá]kopasker.is