litlu-jól og jólaball
- 83 stk.
- 16.12.2011
Litlu-jólin voru haldin í skólanum eftir hádegi 15. desember 2011. Nemendur voru paraðir saman þannig að elstu grunnskólanemendur aðstoðuðu yngstu börnin frá leikskóla og upp úr en nemendur miðdeildar pöruðust að mestu saman. Svo var farið niður í matsal þar sem borðar var hangikjöt og ís í eftirrétt. Nemendur fóru svo með kennurum sínum í stofur þar sem lesin var jólasaga, dregið í pakkapúkki og afhent jólakort. Að því loknu var haldið aftur niður í matsal þar sem Sigurður Tryggva spilaði á harmonikkuna og gengið var í kringum jólatré og sungið. Deginum lauk svo á kaffi þar sem smákökur voru á boðstólum.
Skoða myndir