Vettvangsferð til Raufarhafnar

Vettvangsferð til Raufarhafnar Í gær fórum við í vettvangsferð í tilefni af degi íslenskrar náttúru til Raufarhafnar í blíðskaparveðri.

  • Mynd 1

Vettvangsferð til Raufarhafnar

Pedro fræðir nemendur
Pedro fræðir nemendur

Í gær fórum við í vettvangsferð í tilefni af degi íslenskrar náttúru til Raufarhafnar. Þar tók Pedro Rodrigues líffræðingur á móti okkur í en hann er forstöðumaður Rifs rannsóknarstöðvar á Raufarhöfn. Hann fræddi okkur um vistkerfið og líffræðilegan fjölbreytileika við Raufarhöfn þ.á.m fugla en við höfum undanfarnar vikur verið að fræðast um fugla í fuglaþemaverkefni. Þá ræddi hann um það hvernig hnattræn hlýnun hefur áhrif á lífríkið almennt, bæði gróður og dýralíf. Farið var út á Melrakkasléttu þar sem við sáum nokkra fugla og talsvert af sel. Nemendur skráðu hjá sér það sem fyrir augu bar og Pedro leiddi okkur í allan sannleika um sjófugla sem eru algengir við Raufarhöfn. Eftir hádegið var farið niður í fjöru og lífríkið þar skoðað. Auðvitað nýttum við okkur ærslabelginn og sparkvöllinn og vorum ánægð með daginn og þakklát fyrir samstarfið við Rif sem á eftir að verða meira í framtíðinni.

Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni:



Svæði

Tilkynningar

No item found

Öxarfjarðarskóli | Lundi | Öxarfirði | sími: 465 2244 |  Jákvæðni - vinátta - virðing