Skólaráð

Með gildistöku laga nr. 91 um grunnskóla frá 12. júní 2008 koma skólaráð í stað foreldraráða.
Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.
(Heimild: samfok.is/skolarad)

Þar sem Öxarfjarðarskóli er fámennur skóli í fámennu byggðarlagi fékkst heimild frá menntamálaráðuneyti til að skipa sex manna skólaráð.

Í skólaráði Öxarfjarðarskóla eru: (2023-2025)

Hrund Ásgeirsdóttir, skólastjóri
Christoph Wöll, fulltrúi grunnskólakennara
Guðlaug Anna Ívarsdóttir, fulltrúi starfsmanna á leikskóla
Arna Ósk Arnbjörnsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Thomas Helmig, fulltrúi foreldra barna á grunnskólastigi
Charlotta Englund fulltrúi foreldra barna á leikskólastigi

Fulltrúi nemenda er formaður nemendaráðs hverju sinni