Skólinn

Öxarfjarđarskóli varđ til haustiđ 2000 ţegar Grunnskólinn í Lundi og Grunnskólinn á Kópaskeri voru sameinađir. Skólinn starfađi áfram á báđum stöđum til

  • Mynd 1

Um skólann

Öxarfjarðarskóli varð til haustið 2000 þegar Grunnskólinn í Lundi og Grunnskólinn á Kópaskeri voru sameinaðir. Skólinn starfaði áfram á báðum stöðum til vorsins 2008 Þá var deildunum á Kópaskeri og í Lundi skipt upp í sjálfstæðar stofnanir. Öxarfjarðarskóli sem rekinn var í Lundi og Kópaskersskóli á Kópaskeri. Jafnframt rann leikskóli á hvorum stað saman við skólana. Haustið 2009 var svo grunnskólastarf við Öxarfjörð sameinað á einn stað, í Lundi undir nafni Öxarfjarðarskóla sem er samrekinn leik- og grunnskóli. Leikskóladeildir skólans voru á Kópaskeri og í Lundi.

Öxarfjarðarskóli er rekinn af sveitarfélaginu Norðurþingi.

Vegna smæðar er árgöngum mikið kennt í samkennslu við skólann. Kennsluhópar eru þrír, yngsta deild, miðdeild og unglingadeild og er hverri deild mikið kennt saman en einnig eru smærri hópar teknir út og kennt sér

Skólaárið 2008-2009 hóf Öxarfjarðarskóli þróunarstarf með heildstæða skólstefnu, þar sem nemendur geti lokið námi og tómstunda- og félagsstarfi áður en þau yfirgáfu skólann á daginn. Var dagurinn lengdur hjá nemendum til klukkan 16 þrjá daga vikunnar til að rúma þessa þætti. Þessi lengda viðvera stóð til desember 2012 og þótti koma nokkuð vel út.

Huld Aðalbjarnardóttir var skólastjóri Öxarfjarðarskóla frá stofnun til hausts 2008. Núverandi skólastjóri er  Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir. Deildarstjóri leikskóladeildar er Elisabeth Hauge.


Svćđi

Tilkynningar

No item found

Öxarfjarđarskóli | Lundi | Öxarfirđi | sími: 465 2244 | fax: 465 2249 | lundur[hjá]kopasker.is