Um Skólann

Öxarfjarðarskóli varð til haustið 2000 þegar Grunnskólinn í Lundi og Grunnskólinn á Kópaskeri voru sameinaðir. Skólinn starfaði áfram á báðum stöðum til vorsins 2008 en þá var deildunum á Kópaskeri og í Lundi skipt upp í sjálfstæðar stofnanir. Öxarfjarðarskóli sem rekinn var í Lundi og Kópaskersskóli á Kópaskeri. Jafnframt rann leikskóli á hvorum stað saman við skólana. Haustið 2009 var svo grunnskólastarf við Öxarfjörð sameinað á einn stað, í Lundi undir nafni Öxarfjarðarskóla sem er samrekinn leik- og grunnskóli. Leikskóladeild skólans, Lundarkot, er aðeins starfrækt í Lundi sem stendur.

Öxarfjarðarskóli er rekinn af sveitarfélaginu Norðurþingi.

Vegna smæðar er árgöngum mikið kennt í samkennslu við skólann. Kennsluhópar eru þrír; yngsta stig (1.-4.b), miðstig (5.-7.b) og unglingastig (8.-10.b) og hóf skólinn teymiskennslu haustið 2021.

 

Skólastjóratal frá stofnun Öxarfjarðarskóla

Huld Aðalbjarnardóttir var skólastjóri Öxarfjarðarskóla frá stofnun 2001 til hausts 2008.

Frá haustinu 2008 tók Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir við skólastjórastöðu allt til vorsins 2021 en lét þá af störfum.

Haustið 2021 tók Hrund Ásgeirsdóttir við skólastjórastöðunni en gegndi þá um leið í tilraunaskyni skólastjórastöðu í Grunnskóla Raufarhafnar. Frá og með hausti 2023 var ákveðið að fara aftur í fyrra horf með sitthvora stöðuna. 

Deildarstjóri leikskóladeildarinnar í Lundi frá 2003 til vors 2023 var Elisabeth E Hauge.

Núverandi deildarstjóri leikskóladeildarinnar Lundarkots í Lundi er Arna Ósk Arnbjörnsdóttir en hún tók við stöðunni haustið 2023.