Öxarfjarðarskóli

Öxarfjarðarskóli er grunnskóli fyrir íbúa við Öxarfjörð

  • Mynd 4
  • Mynd 3
  • Mynd 2
  • Mynd 1

Fréttir

Lestrarkeppni grunnskólanna

Lestrarkeppni grunnskólanna var sett í gær, 18. janúar. Næstu vikuna munu grunnskólar keppast um að lesa sem flestar setningar inn í raddgagnasafnið Samróm. Allir geta tekið þátt, nemendur, kennarar, foreldrar, afar og ömmur og í raun hver sem vill leggja sínum skóla lið. Skólunum er skipt í þrjá flokka eftir fjölda og eru verðlaun veitt efsta skóla í hverjum flokki. Farið er inn á vefsíðuna samromur.is og valið "taka þátt" og eftir það er ferlið frekar einfalt. Foreldrar þurfa að gefa samþykki fyrir þátttöku barna yngri en 18 ára. Öxarfjarðarskóli tekur þátt í keppninni og ætlar sér að sjálfsögðu sigur í sínum flokki. Við hvetjum alla til að leggja okkur lið og skrá sig undir Öxarfjarðarskóla. Lesa meira »

Litlu jólin í Öxarfjarðarskóla


Litlu jólin voru í dag, mánudaginn 21. desember. Pakkapúkkið var á sínum stað og lesin sundur jólakort í grunnskóladeild. Allir fengu hátíðarmat og dansað var í kringum jólatré af þeim yngri undir gítarspili Jónasar Þórs sem keyrði áfram sönginn. Jólamálsverður var hólfaskiptur. Stigin fjögur borðuðu hátíðamat, sem þær Hulda og Fljóða reiddu fram, hvert fyrir sig. Gluggagægir kom öllum að óvörum þegar hann gægðist á gluggann hjá nemendum og skildi eftir mandarínur. Leikskóladeildin á Kópaskeri fékk hátíðamat úr Stóru Mörk, þær systur Anna Lára og Alda framreiddu hátíðamat fyrir nemendur og starfsfólk á Kópaskersdeild. Veikindi settu svip sinn á daginn þar, því börnin voru fá. Það vakti mikla kátínu að Gluggagægir skyldi gefa sér tíma til að kíkja á gluggann hjá þeim, og einnig þar skildi hann eftir mandarínur. Hann er fljótur í förum þessi Gluggagægir Jólabragur var samt á öllum stigum þrátt fyrir að skipulag sé svolítið öðruvísi vegna aðstæðna. Grunnskólanemendur voru í umsjá umsjónarkennara þennan dag. Kennsla hefst aftur þann 5. janúar á hefðbundnum tíma, samkvæmt stundaskrá. The school will start again on the 5th of January 2021 in normal hours. Lesa meira »

Jólaföndur


Föndurdagur þann 7. desember Ýmislegt var gert þennan dag. Dagur sem tókst vel. Starfsfólk og nemendur Grunnskóla Raufarhafnar voru með okkur þennan dag. Verkefnið var hólfaskipt vegna COVID. Það voru hnýttar jólastjörnur af fingrafimum höndum, skemmtilegt verkefni undir handleiðslu Jennýar og Önku og fallegir munir litu þar ljós. Laserprentarinn er loks kominn í hús eftir langa bið og börnin hönnuðu og forrituðu muni undir leiðsögn Kidda. Hrund og Olga komu sterkar inn í þetta verkefni með nemendum. Munirnir eru síðan eru prentaðir út, m.a. jólagjafir. Spennandi! Góð og gild gamaldags kort urðu til sem send verða til ýmissa mótakenda sem eflaust verða glaðir að fá handskrifaðar jólakveðjur. Nemendur skrifuðu fallegar jólakveðjur á póstkort. Samtals sendu þeir kort til 6 landa: Þýskalands, Svíþjóðar, Slóvakíu, Danmerkur, Spánar og auðvitað Íslands. Hlýlegt og gefandi verkefni leitt af Christoph og Vigdísi. Einnig voru unnir skemmtilegir jólasveinar undir leiðsögn Jónasar og Connýar. Á Kópaskeri hafa verið föndraðir ýmsir skemmtilegir munir af nemendum og starfsfólki. Lesa meira »


Svæði

Tilkynningar

No item found

Öxarfjarðarskóli | Lundi | Öxarfirði | sími: 465 2244 | fax: 465 2249 | lundur[hjá]kopasker.is