Afmælishátí­ð Stóru upplestrarkeppninar

Einar Ólason á 10 ára afmælishátið Stóru upplestrarkeppninnar. Nemandi skólans, Einar Ólason, var í síðustu viku staddur í Hafnarfirði á 10 ára afmælishátið Stóru upplestrarkeppninnar, sem jafnframt var lokahátíð skólanna í Hafnarfirði. Þar var forseti Íslands meðal gesta. Einar kvað þar Hestavísur sem hann sigraði með á lokahátíð skólanna hér í sýslunni í fyrra. Ingibjörg Einarsdóttir, sem er einn af upphafsmönnum keppninnar, varð svo hrifin af atriði Einars að hann var sérstaklega beðinn um að koma suður og fara með rímurnar á hátíðinni. Einar stóð sig þar með glæsibrag og vakti það mikla athygli að honum var boðið að koma í þáttinn 6 til sjö á Skjá einum sem er í umsjón Guðrúnar Gunnarsdóttur og Felix Bergsonar. Einar kom mjög vel fyrir í þættinum og fór með Hestarímurnar af stakri prýði.