Árshátí­ð

Fimmtudaginn 14. apríl verður árshátíð Öxarfjarðarskóla.
Vegna framkvæmda í Skúlagarði, þar sem árshátíðin hefur verið undanfarin ár, hefur orðið að flytja hana og verður hún haldin í íþróttahúsinu í Lundi.
Dagskrá:
1.-4. bekkur sýna leikritið Svínahirðinn eftir Björgu Árnadóttur.
5.-7. bekkur sýna leikritið Herramennina eftir Önnu Jórunni Stefánsdóttur.
8.-10. bekkur sýna svo leikritið Slappaðu af! eftir Felix Bergson.
Dagskráin hefst kl. 19:30.
Aukasýning með leikriti unglingadeildar verður eftir páska. Stefnt er á að hún verði föstudagskvöldið 29. apríl.
Sjoppa verður á staðnum þar sem í hléi verður hægt að kaupa sælgæti, gos og kaffi.
Miðaverð fullorðnir: 1500 kr.
Miðaverð fyrir börn á grunnskólaaldri er 1000 kr.
Frítt inn fyrir börn á leikskólaaldri
Athugið að ekki er hægt að greiða með kortum.
Starfsfólk og nemendur Öxarfjarðarskóla