Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla

Öxarfjarðarskóli heldur sína árlegu árshátíð í Skúlagarði fimmtudagskvöldið 25. mars klukkan 19:30.
Allir nemendur grunnskólans munu stíga á svið ásamt elstu nemendum leikskóla.
Yngstu nemendur syngja og dansa Jackson dans. Miðdeild sýnir verk sem heitir Gatan hans Stefáns, sem er byggt utan um Guttavísur og fleiri verk Stefáns Jónssonar. Unglingadeild sýnir svo söngleikinn Hárið.
Hægt verður að kaupa kaffi, gos og sælgæti í hléi.
 
Miðaverð:     
1.500 kr fyrir fullorðna
1.000 kr fyrir börn á grunnskólaaldri
frítt fyrir yngri en 6 ára
 
Unglingadeildin verður með aukasýningu á Hárinu föstudagskvöldið 26. Mars klukkan 20:00.
Miðapantanir í símum 465-2244 eða í 862-3738 og
616-6011