Baráttudagur gegn einelti

Í dag 9. nóvember vöktum við athygli á baráttu gegn einelti. Baráttudagur gegn einelti var í­ gær 8. nóvember, en þar sem skólaferðalag 1. - 6. bekkja var þann dag notuðum við daginn í­ dag með forvarnir gegn einelti í­ huga. Anka flutti það sem ég vil kalla hugvekju. Hún vakti okkur til umhugsunar með smápistli með hjálp „Jóa“ sem hafði ekki átt sjö dagana sæla. Christoph var tilbúinn með skemmtilegt vinatré og fallega lituð lauf sem hægt var að skrifa á fallegar og uppörvandi vinakveðjur á og festa á tréð. Ég hvet foreldra til þess að skoða þetta vinatré vel á foreldrafundi þann 13. nóvember, því­ strax í­ dag var tréð farið að blómstra, því­ áfram var unnið með efnið í­ skólastofunum 😊.