Burðarstólpar í­ samfélaginu okkar

Félagasamtök sem byggja á sjálfboðaliðum, takast á við ótal verkefni og láta gott af sér leiða, eru ómetanlegir burðarstólpar í­ samfélaginu og í­ því­ efni langar mig til að minnast á kvenfélögin og björgunarsveitirnar.

Þann 1. febrúar var dagur kvenfélaganna á Íslandi. Saga kvenfélaga á Íslandi er merkileg og sér yfir 100 ára sögu. Â Í áraraðir hafa kvenfélögin okkar staðið við bakið á samfélaginu okkar og látið gott af sér leiða. Það eru ófá verkefni sem kvenfélögin taka að sér og það er ómetanlegt hversu margir eru tilbúnir til þess að starfa sem sjálfboðaliðar í­ félagasamtökum sem kvenfélögunum okkar. Í okkar dreifbýla og ví­ðfeðma samfélagi, Öxarfirði, er svo margt sem væri illmögulegt ef þessara kvenna nyti ekki við. Þetta eru aðdáunarverðar konur sem leggjast á eitt við að styrkja sitt samfélag. 

Í gegnum árin hafa kvenfélögin í­ skólasamfélagi Öxarfjarðarskóla látið sér annt um skólastarfið og sýnt skólanum stuðning á margan hátt m.a. gert okkur kleyft að eignast búnað sem annars væri erfitt að setja fjármagn í­. Nú sí­ðast þennan vetur hafa kvenfélögin hér gert okkur mögulegt að kaupa skjávarpa í­ kennslustofu unglingastigs, miðstigs og yngsta stigs og við kunnum Kvenfélaginu Stjörnunni, Kvenfélagi Öxarfjarðar og Kvenfélagi Kelduhverfis, bestu þakkir fyrir þennan höfðinglega stuðning. Þetta gerir okkur auðveldara að miðla kennsluefni á rafrænu formi til nemenda t.d.  fræðslumyndum o.fl.

Á myndinni má sjá fulltrúa kvenfélaganna í­ Öxarfirði með einn skjávarpanna, þær Ástu Helgu Viðar, Kvenfélaginu Stjörnunni, Sigurfljóðu Sveinbjörnsdóttur, Kvenfélagi Kelduhverfis og Ann-Charlotte Fernholm, Kvenfélagi Öxarfjarðar ásamt skólastjóra.