Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í dag á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar. Hann var fæddur þann 16.nóvember árið 1807 og hefði því orðið 216 ára í dag!

Nemendur leik - og grunnskóladeilda söfnuðust saman í gryfju og þar sem m.a. var sýnt myndband um það þegar Jónas heimsækir nútímann og hittir fólk á förnum vegi, sungið saman og nemendur yngri og eldri deilda fóru með ljóð eftir Jónas og lásu upp svör sín við spurningunni: "Af hverju finnst mér mikilvægt að viðhalda íslenska tungumálinu?"

Það er alltaf gott að rifja upp hversu heppin við erum að eiga okkar eigið tungumál og þeim mun mikilvægara að varðveita það og hlúa vel að því.