Danmerkurferð 9. og 10. bekkjar

Hópurinn í Íslendingahorninu á Hviids Vinstue
Nú er nýlokið skólaferðalagi 9. og 10. bekkjar til Danmerkur.
Flogið var út um miðjan dag þann 8. júní og lent í Danmörku rétt fyrir kl 20 að dönskum tíma.
Fyrsta kvöldið borðuðum við sameiginlega með Raufarhafnarskóla á pizzastað við Strikið en þau fóru út með sömu vél og við.
Næstu dagar fóru í skoðunarferðir um Kaupmannahöfn og Tívolíferð en á miðvikudagsmorgun fórum við í heimsókn til vinabekkjar í Hedegårdskolen í Ballerup.
Við vorum að mestu heppinn með veður. Það var ekki mikil sól en við sluppum að mestu við rigningu nema eftir hádegi á fimmtudegi. Þá lentum við í þvílíku úrhelli að við aflýstum frekari skoðunarferðum þann daginn og fórum því ekkert að skoða fornar Íslendingaslóðir. Í staðinn var stefnan sett í menningarreisu í verslunarmiðstöðina Fields. Það rigndi svo látlaust það sem eftir var dags og fram á nótt. Nokkrir úr hópnum létu það þó ekki aftra sér frá því að skella sér í fótbolta út í rigninguna um kvöldið, enda mátti halda að þeir hefðu skellt sér í sundsprett í einhverjum pollinum í kring þegar þeir komu inn.
Föstudagsmorgun var síðan haldið beint út á flugvöll og flogið heim. Nemendur voru sér og skóla sínum til sóma eins og ávallt og var það þreyttur en ánægður hópur nemenda og kennara sem komu heim.

Smellið á einhvern tenglanna hér að neðan til ða skoða myndir úr ferðinni.

Dagur 1
Dagur 2
Dagur 3
Dagur 4