Föndurdagur og Lúsí­uhátí­ð

Í dag var hin árlega Lúsíuhátíð í skólanum undir stjórn Önnu Englund. Þar komu fram nemendur úr skólanum, sá yngsti úr 1. bekk og þau elstu úr 10. bekk og sungu Lúsílög. Þau fengu aðstoð frá tveimur fyrrverandi nemendum, þeim Lottu og Silju og Ann-Charlotte studdi þau líka í söngnum. Þetta er skemmtilegur siður sem Anna er búin að flytja til okkar frá Svíþjóð.

Myndir frá Lúsíudegi

Leikskólabörn föndruðu af mikilli einbeitniÍ gær var svo hinn árlegi föndurdagur í skólanum. Föndrið hófst eftir morgunmat og stóð fram til hádegis. Fjórar föndurstöðvar voru í boði. Á einni var kertagerð, þar sem gömul kerti og kertaafgangar voru endurunnin. Einnig var jólakortagerð þar sem m.a. gömul jólakort voru endurnýtt. Síðan voru Jóhanna og Bói með opnar handmennta- og smíðastofu þar sem mikil listaverk urðu til. Þó nokkrir foreldrar og afar og ömmur létu sjá sig og föndruðu með börnunum. Það var mjög gaman að fá þessa gesti inn í húsið.

Myndir frá föndurdegi