Foreldrafræðsla og starfsdagur

Okkur langar að minna á foreldrafræðsluna á vegum Fjölskylduþjónustu Norðurþings annað kvöld í Lundi kl. 20-22.
Fræðsluerindi verða tvö á hverju stigi og gert ráð fyrir að hvert taki 60 mín og fundirnir standa því rúmlega tvo klukkutíma í þremur stofum.

Dagskráin er sem hér segir:

Yngsta stig:
Vinnuvist barna - hvað geta foreldrar gert?- Erla Alfreðsdóttir iðjuþjálfi

Samskipti heimila og skóla - Þórhildur Sigurðardóttir sérkennsluráðgjafi

Athugið að foreldrar leikskólabarna eru velkomnir á þennan fund!

Miðstig:
Um samskipti - einelti - Þórhildur Sigurðardóttir sérkennsluráðgjafi

Tölvu-og netnotkun barna- Þorgrímur Sigmundsson ráðgjafi

Unglingastig:
Áhrif umhverfisins og neysla - Arnfríður Kjartansdóttir sálfræðingur

Réttindi og skyldur - Ágúst Óskarsson ráðgjafi

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta!


Starfsdagur kennara verður næstkomandi mánudag 20. október og verður enginn skóli þann dag.

Í næstu viku verða foreldrasamtöl og munu umsjónarkennarar senda upplýsingar heim með nemendum varðandi þau.

Bestu kveðjur frá Öxarfjarðarskóla,

f.h. starfsfólks,
Hrund