Gönguferð í­ þjóðgarðinum

Séð til suðurs yfir HljóðaklettaNemendum okkar í 10.bekk bauðst að fara með jafnöldrum sínum úr Borgarhólsskóla í gönguferð úr Vesturdal í Ásbyrgi. Við þáðum það að sjálfsögðu með þökkum og fóru allir nemendur ásamt Guðrúnu, Hrund og Kidda með í gönguna.
Það voru ekki allir nemendur 10. bekkjar á Húsavík sem gengu með. Sumir fóru styttri hring um Vesturdal og aðrir unnu að verkefnum á Húsavík. En það var hress og duglegur hópur sem gekk þessa 12 km leið.
Sigrún, náttúrufræðikennari á Húsavík, var fararstjóri í ferðinni og var með fræðslu á leiðinni.
Veðrið lék við göngumenn, sól og hlýtt en samt vindur til kælingar.

Hér eru myndir úr ferðinni.