Haustgleði framundan

Undirbúningur okkar árlegu Haustgleði er hafinn. Í ár er hagyrðingaþema og erum við búin að fá til liðs við okkur sjö hagyrðinga úr heimabyggð sem verða með okkur þetta kvöld. Unglingarnir, ásamt Hrund sem heldur utan um verkefnið, eru búnir að heimsækja þessa snillinga og taka við þá viðtöl.

 Anna Englund og Stefán Haukur ætla að halda utan um matseldina með unglingunum.

Tónlist mun einnig lita dagskrána. Reynir heldur utan um þann þátt með nemendum.Textar úr heimabyggð verða sungnir við þekkt lög og Ásdí­s  Einarsdóttir les verðlaunasöguna sí­na „Kennaradraugarnir“.

 Ég segi það enn og aftur hér er hæfileikafólk á hverju strái og ómetanlegt hversu margir eru tilbúnir að leggjast á árarnar með okkur.

 

Kær kveðja,

Guðrún S. K.

Â