Hraðlestrarátak

Í dag mánudaginn 24.október hófst hraðlestrarátak í­ Öxarfjarðarskóla.  Við ætlum að nota næstu þrjár vikurÂ í­ að efla hraðann sérstaklega og notum til þess margví­slegar aðferðir. 

 Unglingadeildin

Unglingadeildin verður með sérstakt námsefni í­ því­ skyni sem heitir Lestu nú og miðar að því­ sérstaklega að auka lestrarfærni nemenda og auka leshraða jafnt og þétt.  Á meðan þessu stendur eiga nemendur stöðugt að skrá hjá sér niðurstöður úr könnunum á leshraða og skilningi.   Í hverri kennslustund er leshraði nemenda mældur að minnsta kosti einu sinni og auk þess eiga þeir að svara spurningum úr textanum.

 Yngri deild og miðdeild verða í­ margskonar lesverkefnum sem miða að meiri hraða og tí­mataka verður einnig notuð.

 Af þessu tilefni langar okkur að hnykkja enn frekar á heimalestri sem er grí­ðarlega mikilvægur liður í­ eflingu lesturs.   Allir nemendur eiga að lesa heima á hverjum degi og munið að hrós og hvatning skipta miklu máli í­ þessu sambandi.   

 Við mælum lesinn orðafjölda á mí­nútu (eða atkvæði á mí­nútu) í­ upphafi átaksins hjá öllum nemendum og svo aftur í­ lokin þann 11. nóvember. 

 Með von um gott samstarf og góða skemmtun!

 Hrund og Guðrún