Hrekkjavaka í­ Beisinu

Hrekkjavökukvöld var haldið í Félagsmiðstöðinni Beisinu sl. föstudagskvöld

Það var vaskur hópur sem mætti í skólahúsið á Kópaskeri kl. 16:30 til að búa til skreytinga og var verið að skreyta til rúmlega kl 19. Það var verið að ljúka við að hengja síðasta skrautið upp þegar þau yngri voru byrjuð að streyma í húsið. Mjög margir mættu í skrautlegum búningum. Í boði var Vampírudrykkur með grænni hendi út í og marglitum torkennilegum molum fljótandi í skálinni. Það var góð stemmning í húsinu og virtust krakkarnir skemmta sér vel. Myndir frá kvöldinu er hægt að sjá með því að smella hér.