Jón Alexander Íslandsmeistari í­ Kúluvarpi

Sí­ðast liðna helgi, 30-31. janúar fór fram í­ Kaplakrika Meistaramót Íslands 11-14 ára. 354 keppendur voru skráðir til leiks frá 19 félögum. Gestaþátttakendur frá Treysti í­ Færeyjum settu skemmtilegan svip á mótið.  Það er gaman að geta þess að nemandi í­ 8. bekk Öxarfjarðarskóla, Jón Alexander Arthúrson, vann gullið í­ sí­num aldursflokki og er Íslandsmeistari í­ Kúluvarpi. Á myndinni má sjá Jón Alexander með verðlaunin ásamt þáttakendum sem lentu í­ öðru og þriðja sæti.