Kennsla fellur niður fyrir hádegi mánudaginn 15. des

Það vofir yfir skólanum að þurfa að skera talsvert niður í fjárhagsáætlun næsta árs. Af þeim sökum munu Bergur Elías sveitarstjóri og Guðbjartur fjármálastjóri mæta til fundar við starfsmenn skólans fyrir hádegi næstkomandi mánudag, 15. desember, og fara yfir stöðu mála.
Af þessum sökum sjáum við okkur ekki annað fært en að fella niður kennslu fyrir hádegi þennan dag. Kennt verður samkvæmt stundaskrá frá 12:30.
Skólabílar munu fara frá Kópaskeri og Fjöllum klukkan 12:00 og þurfa nemendur að vera búnir að borða heima áður.

Við biðjumst afsökunar á þessari röskun.
Starfsfólk Öxarfjarðarskóla