Leikritið Eldbarnið var sýnt í­ Öxarfjarðarskóla þriðjudaginn 3. október

Leikritið Eldbarnið, frá Möguleikhúsinu, var sýnt í­ Öxarfjarðarskóla á þriðjudaginn var, þann 3. október. Eldbarnið er hamfaraleikrit fyrir börn. Leikararnir Andrea Ösp Karlsdóttir, Alda Arnarsdóttir og Pétur Eggerz, sem einnig er höfundur leikritsins, fluttu þetta áhrifamikla verk. Leikritið fjallaði um eldgosið í­ Lakagí­gum, einhverjar mestu náttúruhamfarir Íslandssögunnar og þá miklu erfiðleika sem fylgdu. Allir nemendur grunnskóladeildar, ásamt kennurum, horfðu á verkið. Það er óhætt að segja að leikritið hélt athygli allra.