Marimbanámskeið ofl

Í gær kom Guðni Bragason ásamt 10 nemendum frá Húsavík og voru þau með Marimbanámskeið fyrir nemendur skólans. Allir nemendur fengu að spreyta sig á trommum og slagverki og sýndu mörg mjög góða takta. Það var gaman að sjá hvað krakkarnir náðu að læra á þessum stutta tíma.

Deginum lauk á því að allir nemendur skólans komu fram og sýndu hvað þau höfðu lært. Ánægjulegt var að sjá að nokkrir foreldrar gátu séð sér fært að koma og sjá hvað börnin höfðu verið að læra. Það hefði verið þó enn skemmtilegra að sjá fleiri. Í lokin spilaði Marimbahópurinn frá Húsavík fjögur lög fyrir okkur og var frábært að fylgjast með hversu klár þau eru.

Allir áhorfendur skemmtu sér mjög vel og við færum Guðna og Marimbahópnum hans kærar þakkir fyrir skemmtilegan dag.

Myndir eru komnar inn hér

Einnig eru komnar fleiri myndir frá handverkssýningunni á sumardaginn fyrsta. Þarr eru m.a. myndir af handverki eldri borgaranna. Sjá hér.

Í dag er Þorsteinn Hymer búinn að vera hjá okkur og hefur hann kennt nemendur unglingadeildar og miðdleildar grunnatriði í skyndihjálp.

Unglingadeildin hefur verið frá hádegi í þjóðgarðinum að leiðsegja nemendum frá Raufarhöfn um staðinn ásamt fulltrúum frá samtökunum Landsbyggðin lifir. Myndir þaðan koma inn eftir helgi. Í kvöld koma krakkar frá Húsavík sem hafa verið í tónlistarsmiðju í vetur á vegum verkefnisins Líf án áfengis. Þau ætla að spila fyrir 7.-10. bekk hjá okkur og höfum við boðið Raufarhafnarkrökkunum að koma í heimsókn og vera með.