Menningarhátí­ð

Nemendur skólans léku stórt hlutverk á menningardeginum á Kópaskeri þan 1. desember. Fjórir nemendur lásu upp ljóð, nemendur unglingadeildar fluttu tvö söngatriði úr leikritinu sem þau eru að æfa og ætla að sýna rétt fyrir jólaleyfi. Nemendur tónlistarskólans fluttu nokkur lög og önnur skólahljómsveitin spilaði tvö lög. Öll stóðu þau sig vel og voru skóla sínum til sóma eins og alltaf.
Í lokin komu jólasveinar í heimsókn yngstu börnunum til (mis)mikillar gleði og var mikil aðsókn að þeim.