Myndir frá skólaslitum

Öxarfjarðarskóla var slitið í kvöld. Að þessu sinni voru sex nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. Það voru þau Anna Karen Sigurðardóttir, Ásdís Hulda Guðmundsdóttir, Bergvin Máni Mariansson, Bryndís Edda Benediktsdóttir, Daníel Atli Stefánsson og Rakel Sif Vignisdóttir.

Dagskrá kvöldsins var með líku sniði og undanfarin ár. Guðrún skólastjóri flutti stutta tölu þar sem hún fór m.a. yfir það helsta úr starfi vetrarins. Hrund talaði svo til 10. bekkinga og afhenti þeim vitnisburðarblöð sín. Elísabeth hélt smá tölu fyrir hönd leikskólans og kallaði til sín þá nemendur sem höfðu tekið þátt í leikskólavali í vetur og afhenti þeim viðurkenningarskjöl.

Það eru fimm starfsmenn að hætta starfi við skólann og voru þeir sem viðstaddir voru kallaðir upp og afhent rós í kveðjuskini.

Aðrir nemendur hittu síðan umsjónarkennara sína inni í stofum þar sem þeir fengu sín vitnisburðarblöð afhent. Í lokin var svo boðið upp á kaffiveitingar og meðlæti í matsal.

Myndir eru hér