Nemendur á leið á Nótuna

Um nýliðna helgi var uppskeruhátíð Tónlistarskóla Húsavíkur. Við áttum þar nokkra fulltrúa úr nemendahópi Öxarfjarðarskóla. Þrír nemendur fengu þar viðurkenningu og voru jafnframt valinn til þátttöku í Nótunni.

Tónleikarnir voru liður í að velja fulltrúa til þátttöku í Nótunni sem er uppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla. Alma, Aron og Emil hafa verið að æfa í samspili Black magic woman og var það atriði valið áfram til að taka þátt á landshlutatónleikum Norður- og Austurlands sem haldnir verða á Egilsstöðum laugardaginn 16. mars. Á landshlutatónleikunum verða svo atriði valin til þátttöku í lokahátíðinni sem haldin verður í Hörpunni. Heiltónn, hollvinasamtök Tónlistarskóla Húsavíkur, veitti viðurkenningar og afhenti Guðrún þeim Ölmu, Aroni og Emil viðurkenningarnar sem voru geisladiskar, í gryfju í morgun.