Ný heimasí­ða

Nú hefur Öxarfjarðarskóli tekið í notkun nýja heimasíðu og jafnframt verður hætt að uppfæra síðuna á skólatorginu. Síðan er enn í vinnslu og eru allar ábendingar um það sem betur mætti fara því vel þegnar.

Heimasíðan er hluti af vef Norðurþings, www.nordurthing.is, og er samræmt útlit á síðum stofnana sveitarfélagsins. Með nýja vefnum er tekið upp eitt sameiginlegt vefumsjónarkerfi sem sveitarfélögin, stofnanir og félagasamtök geta nýtt sér. Nýja vefnum er ætlað að auka alhliða gæði vefja sveitarfélagsins og meðal nýjunga má nefna aukið aðgengi fyrir sjónskerta og fólk með lesblindu (dyslexia).  Ætlunin er að notendur geti nálgast allt sem viðkemur sveitarfélaginu og starfsemi þess í gegnum vefinn.

Það var fyrirtækið Stefna sem sá um hönnun og uppsetningu en vefurinn keyrir á Moya vefumsjónarkerfi Stefnu og kemur til með að þjóna íbúum hins nýja sameinaða sveitarfélags. Með tilkomu vefumsjónarkefisins verður allt utanumhald auðveldarar og útkoman (vonandi) virkari heimasíða.