Ömmu- og afa-, frænku- og frænda- og foreldrakaffi í­ Leikskóladeild Öxarfjarðarskóla, Lundi.

 

Kæru foreldrar/forráðamenn

Þriðdaginn 21. febrúar 2017 var boðað til ömmu- og afa-, frænku- og frænda- og foreldrakaffi í­ Leikskóladeild Öxarfjarðarskóla, Lundi. Börnin tóku á móti gestum og leiddu þá að glæsilegri myndlistarsýningu leikskólabarna. Sí­ðan var boðið upp á söngtónleika sem leikskólabörnin héldu, flutt var 8 lög. Gestirnir fengu kaffi og góðar veitingar sem matráðarnir okkar, Hulda Hörn og Laufey Halla, sáu um. Glatt var á hjalla, spjallað og hlegið. Gestir voru 28, þar af 5 sem komu frá Húsaví­k. Þetta var ánægju- og gleðistund. Kærar þakkir til ykkar allra!

Bestu kveðjur frá starfsfólki leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla, Lundi.