SAFT, sem stendur fyrir: Samfélag, fjölskylda og tækni, kom í­ heimsókn í­ Öxarfjarðarskóla með fræðslu fyrir nemendur

Í dag komu þau Sólveig og Björn frá SAFT og fræddu nemendur miðstigs og unglingastigs um öruggari netnotkun. Það er mikilvægt að gera nemendum grein fyrir þeim hættum sem leynast í­ þessu völundarhúsi tækninnar, því­ auðvelt er að villast þar.

 SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af ESB

Á þessum vef ; saft.is  er að finna heilræði fyrir foreldra og leiðbeiningar um örugga netnotkun barna.

 Kær kveðja,

Guðrún S. K.

Â