Samverudagur á Raufarhöfn

Hópefli í ratleik
Hópefli í ratleik

Í gær fóru nemendur og starfsfólk skólans skemmtilega og vel heppnaða ferð til Raufarhafnar sem er liður í samstarfi meðal skólanna. Markmiðið með ferðinni var samvera auk kynninga meðal nemenda á verkefnum sem unnin hafa verið í skólunum báðum sl vikur. Mið- og unglingastig Öxarfjarðarskóla kynnti efnafræðiverkefnin sín og sýndu tilraunir. Yngri deildin var með kynningu á mannslíkamanum. 
Íþróttahúsið var vel nýtt í hópleiki og íþróttir sem og sundlaugin. Þá var einnig farið í ratleik þar sem nemendum beggja skóla var blandað saman í hópa þvert á aldur.
Starfsfólk Grunnskóla Raufarhafnar á hrós skilið fyrir góðar móttökur og mikla gestrisni en það hafði einnig veg og vanda að dýrindis veitingum sem boðið var upp á.
Dagurinn var skemmtilegt uppbrot á hefðbundu skólastarfi og er stefnt að seinni samverunni í lok apríl en þá koma nemendur og starfsfólk Grunnskóla Raufarhafnar í heimsókn í Öxarfjarðarskóla sem starfsfólk skólans okkar mun þá hafa veg og vanda við að undirbúa.

Hér má sjá myndir frá deginum en að auki eru myndir af nemendum yngri deildar í undirbúningi í skólanum fyrir kynningar sínar á mannslíkamanum.