Skólaferðalag 1.-6. bekkja

Ákveðið hefur verið að flýta skólaferðalagi 1.-6. bekkinga. Farið verður á morgun, þriðjudaginn 19. september.

Vegna slæmrar veðurspár fyrir fimmtudaginn var ákveðið að flýta skólaferðalaginu. Við ætlum að fara í hvalaskoðun og er nauðsynlegt að hafa þokkalegt veður. Nemendur Kópaskersdeildar þurfa að mæta í Lundarrútuna sem fer frá Kópaskeri kl 07:45. Lundarnemendur mæta á venjulegum tíma. Við munum snæða morgunmat í Lundi áður en haldið verður áfram.

Dagskrá

  • Hvalaskoðun með Norðursiglingu kl. 10:00-13:00
  • Pitsa á Sölku kl. 13:30
  • Hvalasafnið upp úr kl. 14
  • Heimferð upp úr kl. 15