Skólaferðalag 1. - 6. bekkja, fimmtudaginn 8. nóvember

Skólaferðalag 1. - 6. bekkja tókst vel og börnin til fyrirmyndar hvar sem þau komu. Við vorum heppin með veður og dagskrá góð. Einstaklega vel var tekið á móti hópnum á Landkönnuðarsafninu af safnstjóra Örlygi Hnefli Örlygssyni. Við mælum með því­ að skólarnir láti þessa sýningu ekki fara fram hjá sér. Safnið var opnað fyrir hópinn og safnstjóri fylgdi hópnum eftir af áhuga og nemendur nutu sí­n.  Geim­far­inn Owen Garriott hefur heim­sótt Land­könn­uðar- safnið á Húsa­ví­k og markað fót­spor sí­n í­ stein­steypu þar. Því­ næst brá hópurinn sér á Akureyri og í­ pí­tsu á Bryggjunni, þaðan var farið á var haldið í­ skautahöllina á skauta og að lokum var farið í­ kvikmyndahús. Góður dagur 😊