Skólaferðalag 1.-6. bekkjar

Vel heppnað skólaferðalag yngri nemenda var á sl. miðvikudag. Þá fóru nemendur 1.-6. bekkjar skólans ásamt jafnöldrum þeirra frá Kópaskersskóla m.a. upp í Mývatnssveit og hittu jólasveina.
Smellið á lesa meira til að lesa pistil Vigdísar um ferðina.

Skólahald var með eðlilegum hætti fram að hádegi eða til kl. 11:30 þá var öllum boðið í hádegismat í graut og brauð í mötuneytinu.

Á slaginu 12 var lagt af stað í skólaferðalagið og voru 26 nemendur ásamt starfsfólki. Jón var bílstjóri hjá okkur á rútunni sinni og sýndi okkur mikla þolinmæði.

Sungið: Á leiðinni var sungið mikið og sagðir voru brandarar. Greinilegt var að allir voru ákvðnir í að skemmta sér sem allra best.

Örstutt pissustopp var í sjoppu á Húsavík og svo var haldið áfram upp í Mývatnssveitina.

hópuirinn ásamt jólasveinum í DimmuborgumDimmborgir: Þar byrjuðum við á að fara í Dimmuborgir og þar mættu okkur tveir jólasveinar, þeir Stekkjastaur og Ketkrókur sem spruttu allt í einu þar upp út klettunum snjóugum í þessu stórkostlega umhverfi.

Þeir voru ótrúlega skemmtilegir, þeir vissu til dæmis ekkert hve gamlir þeir voru því þeir kunnu ekkert að telja, en sögðu okkur að bræður þeirra væru sofandi upp í fjöllunum. Ketkrókur hafði verið búinn að nappa sér hangiketslæri einhversstað í sveitinni var orðið ekkert eftir af lærinu nema beinið. Börnunum gáfu þeir epli og léku við þau. Þeir sögðu til dæmis að sumir kennararnir hefðu skánað frá því í fyrra svo að þeir fengu líka epli.

Kaffi í Vogafjósi: Næst var ferðinni heitið í Vöfflur og súkkulaði í Vogafjósi. Síðan var farið í upplýsingamiðstöð Mývatnssveitar og þar var skrifborð Stúfs þar sem hann svarar bréfum frá börnum allstaðar úr heiminum og var gaman að ímynda sér hann þarna að skriftum sjálfan sveininn.

Íþróttahús: Vinkona Stúfs hún Margrét kom síðan með okkur í íþróttahúsið og kenndi okkur marga nýja og skemmtilega leiki.

Kvöldmatur og mjaltir: Næst var fylgst með mjöltum í Vogafjósi og höfðu börnin val um að fylgjast með mjöltum í gegn um glerið eða fara inn í fjósið og upplifa og snerta og völdu þau flest seinni kostinn.

Emil í Kattholti: Að lokum var farð á leiksýningu á Emil í Kattholti í uppsetningu leikfélags Húsavíkur og var þetta alveg stórkostleg sýning og skemmtu sér allir konunglega , fengu gott í gogginn í hléi og að lokinni sýningu héldu þreyttir heim á leið eftir langan, strangan en vel heppnaðan dag,

Við viljum þakka foreldrum þann góða  skilning hversu seint við vorum á ferðinni heim.

 

                                                                                Vigdís Sigvarðardóttir.

Myndir frá ferðinni