Skólasetning

Þessa dagana eru starfsmenn skólans að undirbúa skólabyrjun.

Skólasetning Öxarfjarðarskóla verður miðvikudaginn 24. ágúst, kl. 17:30.Að henni lokinni hitta nemendur umsjónarkennara sína og fá afhentar stundaskrár og innkaupalista. Tenglar á innkaupalista eru hér fyrir neðan. Að venju verða léttar kaffiveitingar í boði.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 25. ágúst, kl 8:20. Skólaakstur verður með sama sniði og verið hefur; skólabílarnir munu fara frá Fjöllum og Kópaskeri kl 7:45. Þar til lengd viðvera hefst munu skólabílar fara eftir skólalok, kl 14:40 mánudaga til fimmtudaga en kl 12 á föstudögum.

Lengd viðvera hefst síðan þriðjudaginn 20. september og mun það vera tilkynnt nánar þegar þar að kemur.

Innkaupalistar
1.-4. bekkur
5.-7. bekkur
8.-10. bekkur