Skólasetning

Öxarfjarðarskóli var settur í­ dag 22.ágúst kl. 17:30.  Nemendur, foreldrar, kennarar og annað starfsfólk mætti og fór skólastjóri yfir helstu atriði fyrir komandi skólaár.


Skólaárið 2022 - 2023 eru 30 grunnskólanemendur skráðir við skólann og leikskólanemendur verða 21. Starfsmenn samrekins leik- og grunnskóla eru 17 talsins í­ 15 stöðugildum. 

Áfram verður haldið að innleiða teymisvinnu og teymiskennslu og verða tvær deildir og tvö kennarateymi við skólann, yngri deild ( 1. - 4.bekkur) með 13 nemendum og eldri deild (5. - 10.bekkur) með 17 nemendum. Áframhald verður á samstarfi við Grunnskóla Raufarhafnar og koma grunnskólanemendur og börn á leikskólaaldri þaðan einu sinni í­ viku, á þriðjudögum til samstarfs. Þeir fá þar einnig aðgang tónlistarkennslu frá Tónlistarskóla Húsaví­kur.