Skólastarf að hefjast

Í morgun mætti starfsfólk til vinnu til að undirbúa skólastarf vetrarins. Hótelrekstri er að ljúka og flestar stofur að tæmast af beddum. Þessa viku verður unnið að því að gera húsið klárt, ásamt því að kennarar undirbúa að taka á móti sínum nemendum. Á fimmtudag verður árlegur þingdagur skólanna á skólaþjónustusvæðinu á Hafralæk og á föstudag er þingdagur BKNE.

Að þessu sinni verður skóli ekki boðaður með heimsóknum, heldur verður skólinn settur næst komandi mánudag, 24. ágúst klukkan 18:00. Að lokinni setningu munu umsjónarkennarar taka á móti sínum umsjónarnemendum og foreldrum í stutt spjall.

Kennsla hefst á hefðbundnum tíma þriðjudaginn 25. ágúst klukkan 8:20. Skólabílar leggja af stað klukkan 7:45 frá Kópaskeri og Fjöllum.

Hér að neðan eru tenglar á innkaupalista fyrir nemendur og skóladagatal.
Innkaupalisti 1.-3. bekkjar
Innkaupalisti 4.-7. bekkjar
Innkaupalisti 8.-10. bekkjar
Skóladagatal