Skuggamyndir frá Býsans

Í dag heimsótti skólann hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans og tók nemendur og starfsfólk í­ ferðalag um Balkanskagann. Tónleikarnir voru liður í­ verkefninu Tónlist fyrir alla, en árlega fá grunnskólar á landinum heimsókn frá tónlistarmönnum á vegum verkefnisins.

Hljómsveitina Skuggamyndir frá Býsans skipa:
Haukur Gröndal - leiðsögumaður, klarinett, saxófónn, kaval- og ney flauta
Ásgeir Ásgeirsson - bouzouki, tamboura, saz baglama
Þorgrí­mur Jónsson - bassi og tölvutækni
Erik Qvick - darbouka, tapan og annað slagverk

Ekki var að sjá annað en nemendur skemmtu sér vel yfir flutningi þeirra félaga og voru þeir duglegir að fá áhorfendur til að taka þátt. Ekki aðeins voru tónleikarnir góð kynning á tónlistararfi Balkanlandanna heldur var þetta fí­n landafræðikennsla í­ leiðinni.

Eftirfarandi texti er upp úr kynningarefni sem sent var í­ skólana:

Farið er í­ ferðalag til Balkanlandanna með hljómsveitinni "Skuggamyndir frá Býsans". Við heyrum tónlist frá nokkrum löndum Balkanskagans og með hjálp tölvutækni og myndvarpa lærum við um þjóðfána, staðstningu og höfuðborgir landanna. Tónlistarflutningurinn er skreyttur með fallegum myndum frá löndunum og við kynnumst lí­ka sumum af þeim hljóðfærum sem þjóðlagatónlistarmenn frá svæðunum leika á. Staldrað verður við í­ Króatí­u, Bosní­u-Hersegóví­nu, Serbí­u, Makedóní­u, Albaní­u, Grikklandi, Búlgarí­u og Tyrklandi.  

Tónlist Balkanlandanna er fjölskrúðug og oft er talað um að í­ henni mætist menning Mið-Austurlanda og Evrópu. Hrynur í­ tónlistinni er oft ósamhverfur og tónmálið dulúðugt. Hljóðflærin sem kynnt verða frá nokkrum þessara landa eru t.d. strengjahljóðfærin bouzouki frá Grikklandi, saz baglama frá Tyrklandi og tamboura frá Búlgarí­u. Ásláttarhljóðfærin darbouka og tapan koma lí­ka við sögu sem og kavalflauta frá Búlgarí­u og neyflauta frá Tyrklandi.

Hér og hér má sjá myndbrot með hljómsveitinni en einnig er hægt að finna meira efni með slá inn Byzantine Silhouette inn í­ leitarvél.

Myndir frá tónleikunum.