Stærðfræðikeppni grunnskólanna var haldin í­ Menntaskólanum við Hamrahlí­ð

Ásdí­s fyrir miðju í­ ljósri peysu með gráa húfu
Ásdí­s fyrir miðju í­ ljósri peysu með gráa húfu

Úrslit Pangea á Íslandi voru haldin í­ Menntaskólanum við Hamrahlí­ð helgina 23.-24. mars. 86 nemendum hvaðanæva af landinu var boðið að taka þátt eftir að hafa komist í­ gegnum tvær undankeppnir. Keppnin var nú haldin í­ fjórða skipti á Íslandi og voru 3352 nemendur úr 8. og 9. bekk skráðir til leiks. Þátttökuskólar voru samtals 68. Að lokinni keppni var boðið uppá veitingar og skemmtiatriði áður en úrslit voru tilkynnt. Ásdí­s okkar Einarsdóttir varð í­ 11. Sæti í­ úrslitunum, sem er geysilega góður árangur. Til hamingju, Ásdí­s. Við erum stolt af þér.