Stóra upplestrarkeppnin

Keppendur ÖxarfjarðarskólaStóra upplestrarkeppnin var haldin á Raufarhöfn í gær, 10. apríl. Þar kepptu nemendur úr 7. bekkjum skólanna í Norður-Þingeyjarsýslu. Alls voru 8 nemendur sem tóku þátt. Við í Öxarfjarðarskóla áttum þrjá fulltrúa, þau Maríu Dís, Daníel Atla og Önnu Karen. Áður hafði farið fram undankeppni í skólanum og urðu þau þrjú stigahæst og unnu sér þannig þátttökurétt á Stóru upplestrarkeppnina. Allir nemendur 7. bekkjar tóku þátt í undankeppninni og stóðu þau sig öll með mikilli prýði.

Nemendur tónlistarskólanna á svæðinu sáu um tónlistarflutning á milli dagskrárliða.

Þau lentu í þrem efstu sætunumÞað er mjög ánægjulegt að geta sagt frá því að enn eitt árið á Öxarfjarðarskóli nemendur í einhverjum af 3 efstu sætunum. Allir keppendur stóðu sig mjög vel. María Dís hlaut fyrstu verðlaun og Daníel Atli önnur verðlaun. Í þriðja sæti varð svo stúlka frá Raufarhöfn. 

Við erum öll að sjálfsögðu stolt af okkar krökkum og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Myndir frá kepnninni á Raufarhöfn. 
Myndirnar tók Guðlaug Anna Ívarsdóttir