Stóra upplestrarkeppnin 27. mars og 1. sæti til Öxarfjarðarskóla

Þátttakendur Öxarfjarðarskóla í­ keppninni
Þátttakendur Öxarfjarðarskóla í­ keppninni

Í gær 27. mars var Stóra upplestrarkeppnin haldin í Hnitbjörgum á Raufarhöfn og tóku 12 nemendur, 7. bekkja,  þátt úr fjórum skólum; Grunnskólanum á Þórshöfn, Grunnskólanum á Bakkafirði, Grunnskóla Vopnafjarðar og Öxarfjarðarskóla. 

Fyrir hönd Öxarfjarðarskóla tóku þátt; Alma Lind, Bjartey Unnur, Erna Rún og Hilmir Smári og skiluðu öll sínu með afbrigðum vel. Það var gaman að hlusta á öll þessi 12 ungmenni flytja flókinn texta og bundið mál með tilþrifum á sviði. Unnar Þór sem vann keppnina í fyrra var kynnir. Ingibjörg, sem er einn af stofnendum Stóru upplestrarkeppninnar og formaður dómnefndar á staðnum var að koma í 14. sinn.

Það var svo Bjartey Unnur Stefánsdóttir sem landaði 1. sætinu fyrir Öxarfjarðarskóla, 2. sætið hreppti Gunnlaugur frá Grunnskóla Vopnafjarðar og það 3. kom í hlut Svanhildar frá Grunnskólanum á Þórshöfn. Hér má sjá upptöku þar sem Bjartey les ljóðið Hænsnarækt eftir skáldkonuna Erlu.

Öxarfjarðarskóli var með tvö tónlistaratriði á Upplestrarhátíðinni. 6.-7. bekkur flutti marimbaatriði og hljómsveitin okkar var með tvö atriði og það voru Lisa Mc Master og Reynir sem héldu utan um þann þátt með nemendum. Þetta var skemmtileg hátíð og ekki skemmdu þau veisluföng sem borin voru á borð í hléi fyrir og var það kvenfélagið á staðnum sem sá um þau. Skemmtilegur dagur og flott ungmenni.

Kærar kveðjur,
Guðrún S. K.