Þorgrímur Þráinsson í heimsókn

Um er að ræða hvatningarfyrirlestur  þar sem brýnt er fyrir nemendum að bera ábyrgð á sjálfum sér, sýna samkennd og þrautseigju, koma fallega fram, gera góðverk, sinna litlu hlutunum daglega og setja sér markmið. Nemendur fengu í lokin fjórblöðung sem inniheldur 50 spurningar/verkefni – sem kennarar geta unnið áfram með nemendum í lífsleikni - samfélagsfræði. Þau tóku blöðin með sér heim í dag. 
Þorgrímur gaf sér einnig tíma til að hitta yngri deildar nemendur þar sem hann sagði frá bókunum sínum og tilurð þeirra. Það mátti heyra saumnál detta þegar hann sagði m.a. frá Axlar Birni og fleiri sögum sem byggðar eru á sönnum atburðum og börnin voru mjög dugleg að spyrja.